Sport

Systraslagur í úrslitum mögulegur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Serena Williams fagnar sigri í nótt.
Serena Williams fagnar sigri í nótt. Vísir/Getty
Serena Williams er komin áfram í undanúrslitin á opna ástralska meistaramótinu í tennis eftir öruggan sigur á Johanna Konta frá Bretlandi, 6-2 og 6-3.

Hin 35 ára Serena á að baki 22 risamótstitla og er í öðru sæti heimslistans. Efsta kona listans, Angelique Kerber frá Þýskalandi, er hins vegar úr leik í Ástralíu.

Williams mætir næst Mirjana Lucic-Baroni frá Króatíu í undanúrslitum en sú síðarnefnda vann Karolina Pliskova í sinni viðureign í fjórðungsúrslitum, 6-4, 3-6 og 6-4.

Sjá einnig: Venus í undanúrslit í fyrsta sinn í 14 ár

Systir Serenu, Venus Williams, komst í gær áfram í undanúrslitin á opna ástralska í fyrsta sinn í fjórtán ár en hún hefur aldrei fagnað sigri á mótinu.

Venus mætir Coco Vandaweghe, 25 ára Bandaríkjamanni, sem hefur slegið í gegn í Ástralíu. Hún sló Kerber úr leik í fjórðu umferð og er í undanúrslitum á risamóti í fyrsta sinn á ferlinum.

Undanúrslitin í einliðaleik kvenna fara fram í nótt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×