FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ NÝJAST 12:30

Axel velur sinn fyrsta hóp

SPORT

Systir Adam Johnson vill „réttlćti“ fyrir bróđur sinn

 
Enski boltinn
16:45 08. MARS 2016
Systir Adam Johnson vill „réttlćti“ fyrir bróđur sinn

Faye Johnson, systir knattspyrnumannsins Adam Johnson, hefur komið af stað herferð á Facebook þar sem hún krefst réttlætis fyrir bróður sinn. Johnson var á dögunum sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn barni.

Sjá einnig: Johnson sekur um kynferðisbrot gegn barni

Faye Johnson birti svarthvíta mynd á Facebook-síðu sinni sem sýnir bróður hennar með dóttur hans í fanginu. Fyrirsögnin er „Justice for Johnson“ eða réttlæti fyrir Johnson.

Einnig kemur fram að Facebook hafi fjarlægt stuðningssíðu sem var sett á laggirnar fyrir málstaðinn. Þess í stað hvetur hún þá sem vilja leggja baráttunni lið að skipta um notendamynd og setja þar inn mynd af Johnson.

Adam Johnson verður dæmdur síðar í mánuðinum en hann á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi fyrir brot sín. Hann spilaði síðast með Sunderland en var rekinn frá félaginu þegar hann játaði á sig sök í tveimur ákæruliðum.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Systir Adam Johnson vill „réttlćti“ fyrir bróđur sinn
Fara efst