Innlent

Sýslumaðurinn dró uppsögn til baka

Sýslumaðurinn ætlaði að spara embættinu útibúið í Grindavík.
Sýslumaðurinn ætlaði að spara embættinu útibúið í Grindavík.
Ekkert verður af lokun sýsluskrifstofunnar í Grindavík eins og sýslumaðurinn í Keflavík boðaði í síðustu viku.

Þórólfur Halldórsson sýslumaður mætti á fund bæjarráðs Grindavíkur síðasta miðvikudag og tilkynnti að hann hefði sagt upp eina starfsmanni útibús embættisins í Grindavík. Ástæðan var skortur á fjárheimildum í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Bæjarráðið brást hart við; sagði reglugerðir gera ráð fyrir sýsluskrifstofu í Grindavík og fól bæjarstjóranunm að ræða málið við innanríkisráðherra.

„Ég átti fund með þeim klukkan fimm síðdegis og morguninn eftir um hálfníuleytið var þetta komið í lag, það var aukið við fjárveitinguna,“ útskýrir Þórólfur atburðarásina eftir bæjarráðsfundinn. Uppsögn starfsmannsins var sem sagt dregin til baka.

„Sýslumaðurinn sagði að ráðherra hefði ákveðið að leggja til meira fjármagn,“ segir Róbert Ragnarsson bæjarstjóri. Hann kveður sýsluskrifstofuna mikilvæga fyrir Grindvíkinga. „Hér eru þrjú þúsund manns og nokkur af stærri fyrirtækjum landsins. Það gefur augaleið hversu mikið óhagræði það er að þurfa að fara 25 kílómetra til Keflavíkur til að þinglýsa öllu.“

- gar



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×