Innlent

Sýrlenskir flóttamenn flytja til Hveragerðis og Selfoss

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Tvær af þremur fjölskyldunum koma til Íslands á morgun og flytja þá til Hveragerðis og Selfoss. Sólveig Björk og fleiri verða þeim innan handar fyrsta árið á Íslandi.​
Tvær af þremur fjölskyldunum koma til Íslands á morgun og flytja þá til Hveragerðis og Selfoss. Sólveig Björk og fleiri verða þeim innan handar fyrsta árið á Íslandi.​
Tvær af þremur fjölskyldum sem eru að flytja frá Sýrlandi til Hveragerðis og Selfoss koma til landsins á morgun. Áætlað er að þriðja fjölskyldan komi til landsins fljótlega en hún mun líka flytja til Selfoss.

Fjölskyldurnar samanstanda að foreldrum og börnum þeirra frá 20 til 4 ára en samtals eru 5 börn í hverri fjölskyldu.

„Rauði krossinn heldur utan um hlutverk fósturfjölskyldna sem er sjálfboðaliðastarf og hafa þegar margir sótt því hlutverki áhuga. Stuðningsfjölskyldurnar munu aðstoða flóttafólkið með ýmsum hætti í gagnkvæmu aðlögunarferli fyrsta árið. Margir innan samfélagsins hafa sýnt velvilja og áhuga að styðja fjölskyldurnar sem er mjög fallegt og kærkomið og hægt er að ræða bæði við sveitarfélögin og Rauðakrossinn til að koma óskum áleiðis. Rauðakrossinn heldur utan um allt sjálfboðaliðastarf og því upplagt að leita til þeirra ef áhugi er að leggja sitt af mörkum“, segir Sólveig Björk Sveinbjörnsdóttir, nýráðinn verkefnisstjóri Hveragerðisbæjar og Sveitarfélagsins Árborgar um fjölskyldurnar þrjár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×