Innlent

Sýrlenska fjölskyldan hefur komið sér vel fyrir: „Fæ mér mjólk eftir lýsi svo ég gubbi ekki“

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Síðasta haust fylgdist íslenska þjóðin grannt með baráttu fjölskyldu frá Sýrlandi fyrir dvalarleyfi hér á landi. Umsókn fjölskyldunnar var ekki tekin til umfjöllunar og átti að senda hana aftur til Grikklands, þaðan sem hún kom.

Í kjölfarið skoruðu fimm þúsund Íslendingar áútlendingastofnun að fjalla um mál fjölskyldunnar og tveimur mánuðum síðar fékk hún dvalarleyfi af mannúðarástæðum.

Systurnar tvær eru á leikskólanum Drafnarsteini og mamman vinnur þar. Aðstoðarleikskólastjórinn segir það hafa veriðótrúlega fallegt að sjá nærumhverfi fjölskyldunnar taka utan um fjölskylduna. Fyrst var barist fyrir dvalarleyfi og svo hefur þeim verið veittur stuðningur við að aðlagast samfélaginu.

Og stúlkurnar blómstra svo sannarlega á leikskólanum. Við fengum að kíkja í heimsókn. Jouli, sem er fjögurra ára, sýndi okkur bílana og talaði mikið um mat sem er sérstakt áhugamál hennar.

Jana, sem er fimm ára, segist hlakka til að leika í snjónum og talaði aðeins um lýsi. „Ég fæ mér alltaf lýs en fæ mér svo strax mjólk svo ég þurfi ekki að gubba,“ segir hún.

Svo sagði Jana okkur frá litlu systur sem bættist við fjölskylduna fyrir fáeinum mánuðum. Hún heitir Valgerður Halla í höfuðiðá vinkonu fjölskyldunnar sem hefur verið sem klettur í lífi þeirra. Feryal er full þakklætis.

„Ég vil þakka öllum, leikskólanum og öllum sem hafa hjálpað okkur. Að senda okkur ekki aftur burt og leyfa okkur að vera hér. Ég vil líka þakka börnunum sem skilja aldrei Jouli og Jönu útundan þótt þær séu fráöðru landi.“  

Viðtal við fjölskylduna má sjáí spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Fá dvalarleyfi af mannúðarástæðum

Sýrlensku hjónin Wael Aliyadah og Feryal Aldadash og dætur þeirra tvær, Jana og Joula, hafa fengið dvalarleyfi hér á landi af mannúðarástæðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×