Erlent

Sýrlandsher sækir hart að uppreisnarmönnum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sýrlenskir hermenn stilla sér upp fyrir myndavélar í Hama-héraði.
Sýrlenskir hermenn stilla sér upp fyrir myndavélar í Hama-héraði. Vísir/AFP
Sýrlenski herinn, með stuðningi rússneskra flugveita, hefur sótt hart að upppreisnarmönnum í Sýrlandi í dag og um helgina og náð aftur landssvæði sem var undir stjórn uppreisnarmanna.

Rússneskar herþotur gerðu að minnsta kosti 30 loftárásir á bæinn Kafr Nabuda í Hama-héraði í vestur-Sýrlandi. Á sama tíma skullu hundruð sprengikúlna á svæðið en sýrlenski herinn tók hluta af því til sinna yfirráða. Sýrlenski herinn hefur á undanförnum dögum endurheimt landssvæði sem hefur verið undir stjórn uppreisnarmanna frá því fyrr á þessu svæði.

Sýrlenski herinn hefur náð aftur landsvæði í Idlib-héraði, Hama-héraði og Latakia-héraði. Mestu átökin hafa farið fram á þjóðveginum sem tengir Damaskus við aðrar stærri borgir Sýrlands á borð við Aleppo en talið er að Assad Sýrlandsforseti sækist eftir því að einangra uppreisnarsinna í Idlib-héraði sem var nánast algjörlega á valdi uppreisnarmanna áður en Rússland skarst í leikinn.

Á meðfylgjandi korti má sjá grófa stöðu mála í Sýrlandi sem samtökin Institute for  United Conflict Analysis halda utan um. Rautt táknar stjórnarherinn, grænt táknar uppreisnarmenn, dökkgrátt táknar ISIS og gult táknar Kúrda.


Tengdar fréttir

Stórsókn í skjóli Rússa

Ali Ayoub, yfirmaður sýrlenska herráðsins, er afskaplega ánægður með loftárásir Rússa á yfirráðasvæði stjórnarandstæðinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×