Erlent

Sýrlandsher beitti efnavopnum

Atli Ísleifsson skrifar
Rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna nýtur aðstoðar Carla del Ponte, sak­sókn­ara við stríðsglæpadómstól Sam­einuðu þjóðanna.
Rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna nýtur aðstoðar Carla del Ponte, sak­sókn­ara við stríðsglæpadómstól Sam­einuðu þjóðanna. Vísir/AFP
Sýrlenskar hersveitir beittu efnavopnum sem stríðsvopn gegn borgurum í apríl. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna sem rannsakað hefur mannréttindabrot í Sýrlandi.

„Við erum með nægilega mikil gögn sem sýna fram á að efni, líklega klór, hafi verið notað í bæjunum Kafr Zeita, al-Tamana og Tal Minnis við átta mismunandi tilfelli á tíu daga tímabili í apríl,“ segir í skýrslunni sem kynnt var í Genf fyrr í dag. BBC greinir frá.

Rannsóknarnefndin, sem nýtur aðstoðar Carla del Ponte, sak­sókn­ara við stríðsglæpadómstól Sam­einuðu þjóðanna, sakar jafnframt IS-liða um krefisbundna beitingu á opinberum aftökum, limlestingum, svipurefsingum og krossfestingum.

IS stjórnar nú svæðum í Sýrlandi og er einn af þeim hópum sem berst við Bashar al-Assad Sýrlandsforseta. Um 200 þúsund manns hafa látist í átökum í landinu frá því að þau hófust snemma árs 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×