Erlent

SYRIZA boðar nýtt upphaf

Ingvar Haraldsson skrifar
Alexis Tsipras eftir að hafa greitt atkvæði.
Alexis Tsipras eftir að hafa greitt atkvæði. vísir/ap
„Við munum berjast í sameiningu til þess að endurbyggja landið á nýjum grunni réttlætis,“ sagði Alexis Tsipras, leiðtogi SYRIZA, í kvöld. Þingkosningar fóru fram í Grikklandi í dag.

Talningu atkvæða er ekki lokið þ en samkvæmt útgönguspám mun SYRIZA fá um 150 af 300 þingsætum.

Tsipras vill að Grikkir snúi af braut niðurskurðar og endursamið verði um gífurlegar skuldir ríkisins.

Djúp efnahagskreppa hefur verið í landinu síðustu ár. Gríska ríkið skuldar 175 prósent af landsframleiðslu. Atvinnuleysi er 25 prósent og laun þeirra sem hafa vinnu hafa lækkað um 30 prósent.

Antonis Samaras, fráfarandi forsætisráðherra Grikklands, sagði í gær að hann hefði tekið við stjórnartaumunum í afar erfiðri stöðu árið 2012 og hefði lagt grunninn að því að koma Grikkjum út úr kreppunni. Hann sagði að gríska þjóðinn hefði kveðið upp dóm sinn og hann virti niðurstöðuna.

Hugmyndir SYRIZA hafa mætt mikilli andstöðu meðal forsvarsmanna Evrópusambandsins. Þeir óttast að fleiri skuldsett ríki sambandsins fylgi fordæmi Grikkja og fari fram á lækkun skulda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×