Lífið

Sýnir myndbönd með þekktum hlátursköstum

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Kristín segir fólk oft leita í húmorinn þegar því líði illa.
Kristín segir fólk oft leita í húmorinn þegar því líði illa. VÍSIR/VALLI
Kristín Einarsdóttir þjóðfræðingur segir húmor eitt aðaláhugamál sitt. Í dag flytur hún erindið Hvað á að gera við afa? en nafnið er vísun í uppáhaldsatriði hennar úr sjónvarpsþáttunum Fóstbræðrum.

„Ég man ekki hvar þetta byrjaði, ég fór bara að hafa mjög mikinn áhuga á þessum húmorpælingum,“ segir Kristín.

Í erindinu mun Kristín fjalla um húmor, tengsl hans við samfélagið og fræg hlátursköst og mun sýna myndbönd af vel þekktum hlátursköstum. Myndbönd af ofsafengnum hlátursköstum hafa oft vakið mikla lukku á internetinu.

„Hláturinn smitar og veldur einhvers konar slökun. Hann reynir á vöðva sem við reynum aldrei á annars og það er hluti af því af hverju okkur finnst svona ofboðslega gott að hlæja.“ En Kristín mun meðal annars sýna frægt hláturskast Péturs Blöndal í pontu.





Kristín segir húmorinn stóran hluta af menningu okkar og fólk jafnvel sækja í húmor og hlátur þegar því líður illa. „Við hlæjum oft að því sem veldur okkur áhyggjum. Reynum að ná tökum á erfiðum aðstæðum með hlátri og húmor. Það eru ótal dæmi um það.“

Kristín flytur erindið í Gerðubergi klukkan fimm.

Að neðan má sjá dæmi um nokkur þekkt hlátursköst:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×