Lífið

Syngur um húðflúraða konu með hring í nefinu

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Myndin af Miu er er tekin af Ólafi Harðarsyni ljósmyndara.
Myndin af Miu er er tekin af Ólafi Harðarsyni ljósmyndara.
Söngvarinn Prins Grímsson syngur um húðflúðraða konu í sínu nýjasta lagi. Lagið Tattooed Lady er fyrsti „singúll“ sem Prins Grímsson sendir frá sér og er partur af plötu sem áætlað er að komi út á næsta ári. Lagið og textinn er samið af þeim Einari Þór Einarssyni og Prinsi Grímssyni sjálfum.



Nafnið Prins Grímsson á rætur sínar að rekja til rokkhljómsveitarinnar King Crimsson. „Já - pabbi er einmitt tónlistarmaður líka og heitir Jón Arngrímsson. Fyrir einhverjum áratugum var hann kallaður King Grímsson í bransanum fyrir austan, sem er þá vísun í þessa merku hljómsveit. Það var því fljótlega eftir að ég byrjaði að spila tónlist sem gamlir vinir hans fóru að uppnefna mig Prins Grímsson.

Prins Grímsson hefur verið þátttakandi í íslenskri tónlistarsenu um árabil, til að mynda sem gítarleikari Atómstöðvarinnar,svo eitthvað sé nefnt. Prins nýtur liðsinnis þeirra Axel „Flex" Árnason, sem hefur leikið með 200.000 naglbíum, Jeff Who? og fleiri hljómsveitum og Óttars Brans Eyþórssonar. Axel leikur á slagverk og Óttar á harmonikku

Myndbandið er unnið af Herberti Sveinbjörnssyni kvikmyndagerðarmanni

Leikkonan heitir Mía Perez, og passar vel við texta lagsins; með fullt af flúrum og með hring í nefinu. „Þegar ég ákvað að fá Hebba með mér í að gera myndband við lagið var Mía sú fyrsta sem mér datt í hug til að fanga persónuna í laginu, enda helflúruð, með hring í nefinu og töff fyrirsæta. Eg er því ótrúlega ánægður með að hún var til í þetta."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×