Lífið

Syngjandi bassaleikarar

Birgir Olgeirsson skrifar
Hljómsveitirnar Dalí og Thingtak.
Hljómsveitirnar Dalí og Thingtak.
Hljómsveitirnar Thingtak og Dalí ætla að koma saman fram á tvennum tónleikum nú um helgina.

Vegna nýs samstarfs Græna Hattsins og Hard Rock um tónleikahald ætla hljómsveitirnar að koma fram á báðum þessum stöðum.

Byrjað verður á Græna Hattinum föstudagskvöldið 17. febrúar klukkan 22:00 og kostar 2.500 kr. inn og svo á laugardagskvöldið 18. febrúar spila böndin á Hard Rock klukkan 22:00 og þar kostar 2.000 kr. inn.

Miðasölu á báða viðburði er að finna á tix.is.

Thingtak spilar kraftmikið rokk með áhrifum úr mörgum áttum svo sem poppi, þjóðlagatónlist og þungarokki.

Hljómsveitina skipa:

Stefán Jakobsson - söngur/bassi

Hrafnkell Brimar Hallmundsson - gítar/bakraddir

Sverrir Páll Snorrason - trommur

Dalí spilar popp/rokk og er meðal annars undir áhrifum frá Joni Mitchell og Primus en á sinn sérstaka hátt.

Hljómsveitina skipa:

Erla Stefánsdóttir - söngur/bassi

Helgi Reynir Jónsson - gítar

Þórður Gunnar Þorvaldsson - gítar/hljómborð

Fúsi Óttars - trommur






Fleiri fréttir

Sjá meira


×