Lífið

Syngja í Hörpu með næstum 600 krökkum

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Sigurjón, Úlfar Örn, Karen, Yrsa Rebekka og Íris Hekla úr Rauðaborg.
Sigurjón, Úlfar Örn, Karen, Yrsa Rebekka og Íris Hekla úr Rauðaborg. Vísir/GVA
Íris Hekla Sigurðardóttir, Rebekka Ólafsdóttir, Sigurjón Sigurjónsson, Karen Sævarsdóttir, Yrsa Njálsdóttir og Úlfar Örn Daðason úr leikskólanum Rauðaborg í Seláshverfi heimsóttu Tónskóla Sigursveins nýlega eins og 590 önnur leikskólabörn.

Þar sungu þau splunkuný lög eftir Tryggva M. Baldvinsson sem þau voru búin að æfa með bekkjarsystkinum sínum. Svo fengu þau að kynnast hljóðfærinum í skólanum.

Hvað eruð þið gömul?

Öll: Við verðum öll sex ára á þessu ári.

Yrsa: Ég er reyndar orðin sex.

Karen: Ég líka.

Hvað fannst ykkur skemmtilegast í heimsókninni í tónlistarskólann?

Íris Hekla: Að syngja lögin.

Eruð þið búin að æfa þau lengi?

Rebekka: Já, heilan mánuð að minnsta kosti.

Ætlið þið svo að syngja þau einhvers staðar annars staðar?

Öll: Já, í Hörpu á barnamenningarhátíðinni í apríl. Þá verðum við í risastórum kór.

Var erfitt að læra lögin?

Sigurjón: Ekkert mjög.

Hvert laganna fannst ykkur skemmtilegast?

Karen: Eldurinn.

Yrsa: Mér fannst líka Eldurinn flottastur.

En eruð þið byrjuð í tónlistarskóla?

Íris Hekla: Ég er ekki byrjuð. En bróðir minn er að læra á saxófón. Hann er alltaf að æfa sig heima.

Rebekka: Ég er í kór, hann heitir Krúttakór.

Sigurjón: Ég ætla að læra á trommur.

Karen: Mig langar að læra á gítar og syngja.

Yrsa: Ég ætla að læra á píanó því pabbi kann á píanó og hann getur hjálpað mér.

Úlfar: Mig langar mest að læra á fiðlu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×