Lífið

Syndir norðursins

Í ferðaþáttunum Illa farnir ferðast hinir viðkunnanlegu félagar Davíð Arnar, Arnar Þór og Brynjólfur um Ísland í sextán þáttum með það að markmiði að kynnast landinu og lenda í ævintýrum.

Í fyrstu þáttunum ferðuðust þeir um Suðurland. Þeir halda nú til Akureyrar og ætla að taka Norðurlandið fyrir í næstu þáttum.

Á leiðinni norður taka þeir stutt stopp hjá Herdísi á Áskaffi, sem er á bænum Glaumbæ, rétt hjá Varmahlíð. Þeir höfðu frétt að hjá henni væru bestu kökur fjórðungsins að finna.

Strákarnir hreiðra svo um sig í sæluhúsum Akureyrar og kíkja niður í bæ á Bautann og fjörið.

Daginn eftir kíkja þeir bak við Skautahöllina á Akureyri, þar sem er snjóbrettamenn bæjarins hafa stillt upp svokölluðu "jibb setup" þar sem er hægt að æfa sig á snjóbretti strax um haustið.

Þetta er fimmti þáttur af Illa farnir. Alls verða þættirnir sextán talsins, fjórir frá hverjum landshluta.


Tengdar fréttir

Fundu falda gleðibumbu

Þrír félagar ferðast um Ísland með það að markmiði að kynnast landinu og lenda í ævintýrum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×