Innlent

Sýndi þrekvirki þegar félagi hans fórst á Húnaflóa

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Rannsókn lögreglunnar á Vestfjörðum og rannsóknarnefnd sjóslysa er á lokastigum.
Rannsókn lögreglunnar á Vestfjörðum og rannsóknarnefnd sjóslysa er á lokastigum. Vísir
Sjómaðurinn sem lést við veiðar á Húnaflóa austan Drangness þann 25. apríl er talinn hafa stigið í lykkju þegar hann var að leggja net. Þannig hafi hann flækst í veiðarfærum með þeim afleiðingum að hann féll útbyrðis. Dánarorsök liggur ekki fyrir á þessari stundu og málið er enn til rannsóknar þótt komið sé á lokastig.

Hinn sjómaðurinn um borð varð var við köll í félaga sínum þegar hann kastaðist út fyrir. Hann er talinn hafa sýnt mikið þrekvirki en honum tókst eins síns liðs að ná félaganum um borð úti á flóa. Að sögn Hannesar Leifssonar hjá lögreglunni á Hólmavík stóð hann rétt að öllu eins og hægt var að gera við kringumstæður sem þessar. 

Læknir sem kom með þyrlu Landhelgisgæslunnar á vettvang úrskurðaði manninn látinn.

Maðurinn sem lést hét Ólafur Jóhannes Friðriksson var fæddur árið 1962 og búsettur á Hólmavík. 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×