Sykurpúđa pizza á grilliđ ađ hćtti Eyţórs

 
Matur
15:00 05. ÁGÚST 2015
Sykurpúđa pizza á grilliđ ađ hćtti Eyţórs
VÍSIR/STÖĐ 2
eyţór rúnarsson skrifar

Eftirréttapitsa með nutella, mascarpone-osti, sykurpúðum og jarðarberjum

Uppskrift fyrir 8-10 manns 

Pitsudeig (fyrir 2 botna) 
3 dl vatn
25 g ger 
1 tsk. salt
1 tsk. sykur 
15 g kakó 
1 msk. kanill
1 msk. matarolía
½ kg hveiti
Pitsusteinn

Álegg
130 g nutella
50 g mascarpone-ostur 
10-15 litlir sykurpúðar
½ stk. lime (börkurinn)
1 askja jarðarber 

Setjið allt hráefnið saman í hrærivélarskál og vinnið saman þar til blandan er orðin að fallegu deigi. Setjið deigið í skál með plastfilmu yfir og látið það hefast í 30 mín. Skiptið deiginu í tvennt og fletjið deigið út og setjið á heitan pitsusteininn í grillinu og bakið í 5 mín.

Snúið pitsunni við og smyrjið nutella á hana og setjið svo sykurpúðana og mascarpone-ostinn á hana og bakið í 5 mín í viðbót. Skerið jarðarberin í fernt og dreifið yfir pitsuna og rífið börkinn af lime-inu yfir í lokin.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Matarv.

TAROT DAGSINS

Dragđu spil og sjáđu hvađa spádóm ţađ geymir.
Forsíđa / Lífiđ / Matur / Sykurpúđa pizza á grilliđ ađ hćtti Eyţórs
Fara efst