Innlent

Sýknaður af ákæru um vörslu barnakláms

Stefán Árni Pálsson skrifar
Málskostnaður mannsins verður greiddur úr ríkissjóði en kostnaðurinn er tæplega ein milljón króna.
Málskostnaður mannsins verður greiddur úr ríkissjóði en kostnaðurinn er tæplega ein milljón króna. Vísir/Getty
Hæstiréttur sýknaði í dag mann sem var ákærður um vörslu barnakláms og þar með staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Austurlands.

Í málinu er manninum gefið að sök að hafa haft í vörslum sínum, á utanáliggjandi hörðum diski, ellefu myndbönd sem sýna börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt.

Ákæruvaldið hélt því fram að framburður ákærða í skýrslu hans hjá lögreglu 19. desember 2012 verði vart skilinn á annan hátt en að maðurinn hafi viðurkennt að hafa tekið frá myndefni, sem varðaði börn, og sett í sérstaka möppu á framangreindum diski.

Sakborningurinn hélt því aftur á móti fram að myndböndin hefðu verið sett inn á diskinn án hans vitundar.

Málskostnaður mannsins verður greiddur úr ríkissjóði en kostnaðurinn er tæplega ein milljón króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×