Enski boltinn

Swansea aftur á sigurbraut | Sjáið mörkin

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Bony sjóðandi
Bony sjóðandi vísir/getty
Swansea lagði Leicester City 2-0 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson átti stóran þátt í báðum mörkunum.

Swansea hafði leikið fimm leiki í deildinni án þess að sigra en liðið lék vel í kvöld og fáir betur en Gylfi og Wilfried Bony sem skoraði bæði mörk Swansea í leiknum.

Bony skoraði fyrra markið á 34. mínútu með góðu skoti eftir laglegt samspil við Gylfa og staðan í hálfleik 1-0.

Bony skoraði aftur á 57. mínútu en þá átti Gylfi frábæra sendingu á Jefferson Montero sem sendi boltann fyrir á Bony sem skoraði af stuttu færi.

Strax eftir annað markið var Gylfi tekinn af leikvelli en hann virtist vera lítillega meiddur.

Swansea fór með sigrinum upp í sjötta sæti deildarinnar þar sem liðið er með 14 stig á milli Arsenal og Liverpool. Leicester er í 15. sæti með 9 stig.

Bony skorar eftir sendingu frá Gylfa: Bony skorar aftur:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×