Lífið

Svört kona krýnd ungfrú Bretland í fyrsta sinn

Sylvía Hall skrifar
Facebook
Fegurðardrottningin Dee-Ann Rodgers frá Birmingham var krýnd ungfrú Bretland. Þetta er í fyrsta sinn sem svört kona vinnur titilinn frá því að keppnin hófst árið 1952.

Rodgers, sem er ættuð frá Anguilla, fór heim með kórónuna á laugardagskvöld. Keppnin er ein af þremur sem fara fram í landinu, en þessi er undankeppni fyrir ungfrú alheim sem er haldin af Miss Universe samtökunum. 

Í samtali við Buzzfeed segir Rodgers að sigurinn sé enn örlítið óraunverulegur, en það séu mikil forréttindi fyrir hana að fá að vera fulltrúi landsins í ungfrú alheim.

„Ég trúi því að þetta sé sú átt sem keppnin hefur verið að færast í undanfarin ár vegna þess að Bretland er fjölbreytt land, við erum fjölbreytt samfélag og það er kominn tími til að fjölbreytnin sjáist á sviði þar sem aðrar stúlkur af ólíkum uppruna geti fundið sig á.“



Rodgers lauk nýverið laganámi og segir námið og fegurðarsamkeppnir eiga vel saman. Þá sé hún spennt fyrir lokakeppninni og muni fyrst og fremst undirbúa sig andlega fyrir keppnina, en hún segir lykilinn að velgengni vera trú á sjálfan sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×