Lífið

Svona var stemningin í Eyjum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Blysin voru tendruð á miðnætti aðfaranótt mánudags.
Blysin voru tendruð á miðnætti aðfaranótt mánudags. SKjáskot
Nú er þjóðhátíð að baki og fólk að týnast til síns heima úr eyjunni fögru grænu.

Stemningin var hreint út sagt mögnuð og viðmælendur fréttastofu hafa flestir verið á einu máli um að gleðin hafi verið allsráðandi yfir helgina.

Þeir sem ekki komust í ár, eða þeir sem vilja endurlifa hátíðina, geta reitt sig á þessi þrjú myndbönd sem gera þjóðhátíðinni í Vestmannaeyjum góð skil. 

Brennan, flugeldasýningin, blysin, brekkusöngurinn, listamennirnir og þúsundir þjóðhátíðargesta eru meðal þess sem þar bregður fyrir.

Myndböndin eru framleidd af Mint Productions fyrir Tuborg.

Föstudagur Laugardagur Sunnudagur

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×