Körfubolti

Svona var stemmningin hjá strákunum í klefanum eftir sigurinn | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pétur Rúnar Birgisson í leik með íslenska liðinu á mótinu.
Pétur Rúnar Birgisson í leik með íslenska liðinu á mótinu. Mynd/FIBAEurope
Íslenska tuttugu ára körfuboltalandsliðið er komið í átta liða úrslit í b-deild Evrópukeppninnar eftir þrjá sigurleiki í röð.

Ísland tapaði fyrsta leiknum sínum en hefur síðan unnið Rússland, Eistland og Pólland í einni runu. Pólverjar og Rússa voru taplausir þegar kom að leikjum þeirra við íslensku strákanna.

Finnur Freyr Stefánsson og lærisveinar hans hafa mikla reynslu úr meistaraflokksbolta frá því í Domino´s deildinni þar sem þeir spila margir stór hlutverki.

Allir þrír leikirnir hafa unnist eftir mikla spennu í lokin en strákarnir eru með taugarnar í lagi og hafa gert það sem til þurfti til að vinna þrjá flotta sigra á miklum körfuboltaþjóðum.

Það var líka mikil stemmning í klefanum hjá strákunum eftir sigurleikinn á móti Póllandi í kvöld eins og sjá má hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Rússarnir áttu ekki svör við íslensku geðveikinni

Íslenska 20 ára landsliðið í körfubolta varð fyrsta íslenska liðið til að vinna Rússa í körfu. Átta strákar í liðinu eru einnig í æfingahóp A-landsliðsins og fá því frábært tækifæri til að sýna sig og sanna í Grikklandi.

Jón Axel og Tryggvi fóru á kostum í mögnuðum sigri á Rússum

Eftir að hafa lent sextán stigum undir tókst íslenska landsliðinu skipað leikmönnum undir 20 ára aldri að snúa taflinu við og vinna frækinn sigur á Rússlandi á EM í Grikklandi en Jón Axel og Tryggvi fóru á kostum í íslenska liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×