Fótbolti

Svona var stemmningin á Laugardalsvellinum í kvöld | Myndir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tólfan var í góðu stuði á leiknum.
Tólfan var í góðu stuði á leiknum. vísir/andri marinó
Ísland vann frábæran 2-0 sigur á Tyrklandi í undankeppni HM 2018 í kvöld.



Íslensku strákarnir eru nú komnir með sjö stig í I-riðli, líkt og Króatar sem eru einmitt næstu andstæðingar Íslendinga.

Ísland komst yfir á 42. mínútu þegar Theodór Elmar Bjarnason skaut boltanum í Ömer Toprak og inn.

Tveimur mínútum síðar skoraði Alfreð Finnbogason með góðu skoti eftir skalla Kára Árnasonar inn fyrir tyrknesku vörnina.

Fleiri urðu mörkin ekki og íslensku strákarnir fögnuðu góðum sigri.

Ernir Eyjólfsson og Andri Marinó Karlsson, ljósmyndarar Fréttablaðsins og Vísis, voru á Laugardalsvellinum í kvöld og fönguðu stemmninguna eins og sjá má hér að ofan.

vísir/andri marinó
vísir/vilhelm
vísir/ernir
vísir/ernir

Tengdar fréttir

Gylfi: Vorum frábærir í fyrri hálfleik

Gylfi Þór Sigurðsson átti að vanda góðan leik á miðjunni fyrir Ísland í kvöld gegn Tyrklandi en nú með nýjan samherja á miðri miðjunni.

Jón Daði: Liðsheildin er svakaleg

Jón Daði Böðvarsson kom aftur inn í byrjunarlið Íslands eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í leiknum gegn Finnlandi.

Ragnar: Létum þetta líta auðvelt út

Ragnar Sigurðsson var traustur í íslensku vörninni í kvöld í sigrinum gegn Tyrklandi. Tyrkirnir fengu ekki færi í leiknum og varnarmenn Íslands stigu vart feilspor.

Alfreð: Leikskipulagið heppnaðist 100%

Alfreð Finnbogason skoraði seinna mark Íslands í 2-0 sigrinum á Tyrkjum í kvöld og er hann nú kominn með þrjú mörk í fyrstu þremur leikjum undankeppni HM.

Birkir: Tyrkir sköpuðu sér varla færi í kvöld

Birkir Bjarnason var gríðarlega sáttur eftir 2-0 sigur Íslands gegn Tyrklandi í kvöld en hann sagði spilamennsku kvöldsins mun heildsteyptari en gegn Finnum og að Ísland hefði engin færi gefið á sér.

Mikið líf á Twitter yfir landsleiknum

Það er alltaf líf og fjör á samfélagsmiðlum þegar íslenska landsliðið í fótbolta leikur og sjaldan er meira fjör en þegar liðið leikur vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×