Enski boltinn

Svona var stemmningin á bak við tjöldin á Anfield þegar Liverpool vann Man. City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var gaman að vera Liverpool maður á sunnudaginn var.
Það var gaman að vera Liverpool maður á sunnudaginn var. Vísir/Getty
Liverpool varð á sunnudaginn fyrsta enska liðið til að vinna topplið Manchester City á þessu tímabili en Liverpool vann 4-3 í frábærum leik.

Þetta var örugglega skemmtilegasti leikurinn í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili enda fengu bæði lið fjölda færa til viðbótar til að skora fleiri en þessi sjö mörk sem litu dagsins ljós.

Staðan var 1-1 í hálfleik eftir mörk frá Alex Oxlade-Chamberlain (Liverpool) og Leroy Sane (Manchester City) en Liverpool komst síðan í 4-1 með þremur mörkum á níu mínútum frá þeim Roberto Firmino, Sadio Mane og Mohamed Salah.

Bernardo Silva og Ilkay Gundogan skoruðu fyrir Manchester City á lokakafla leiksins og City liðið var næstum því búið að bjarga stigi.

„Inside Anfield“ hefur að venju tekið saman skemmtilegt myndaband frá því sem gekk á á bak við tjöldin þennan sunndagseftirmiðdag. Það má sjá þetta myndband hér fyrir neðan.




Tengdar fréttir

Times: Liverpool getur unnið Meistaradeildina

Liverpool er á meðal þeirra liða sem geta unnið Meistaradeild Evrópu að mati Paul Joyce hjá The Times eftir frábæran sigur liðsins á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×