Fótbolti

Svona var ástandið í blaðamannaboxinu þegar Barcelona skoraði sjötta markið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sergi Roberto fagnar sjötta markinu og Alfredo Martinez missir sig í stúkunni.
Sergi Roberto fagnar sjötta markinu og Alfredo Martinez missir sig í stúkunni. Vísir/Samett/Getty
6-1 sigur Barcelona á Paris Saint Germain í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær var sögulegur og fótboltaáhugamenn eiga eftir að ræða þennan leik um ókomna tíð.

Liðið var í vonlítilli stöðu, bæði með því að tapa fyrri leiknum 4-0 sem og að fá á sig mark og vera „bara“ 3-1 yfir þegar lítið var eftir af leiknum.  Þrjú mörk í blálokin tryggði Börsungum sætið í átta liða úrslitum.

Þetta var því stórkostlegt kvöld fyrir leikmenn Barcelona, starfsmenn Barcelona og ekki síst stuðningsmenn Barcelona.

Það voru líka menn sem voru í vinnunni sem misstu sig alveg. Spænski lýsandinn Alfredo Martinez var einn af þeim.

Það hafa birst myndbrot á netinu af fögnuðu leikmanna Barcelona og stuðningsfólksins í stúkunni en Martinez hefur nú gefið áhugasömum tækifæri til að sjá hvað gekk á í blaðamannaboxinu á Nou Camp.

Alfredo Martinez var að lýsa leiknum fyrir útvarpstöðina Onda Cero en Cataluña en hann lýsir flestum leikjum Barcelona fyrir stöðina.

Hann setti myndband af sér að lýsa sjötta marki Barcelona í leiknum sem Sergi Roberto skoraði á fimmtu mínútu í uppbótartíma. Það er hægt að sjá þetta myndband hér fyrir neðan. Það þarf ekki að skilja mikla spænsku til að meðtaka geðshræringu lýsandans sem eins og fleiri virðist varla trúa því sem hefur gerst.

Alfredo Martinez þakkaði líka Barcelona fyrir þetta ótrúlega kvöld í Twitter-færslu sinni. „Takk fyrir ótrúlegt kvöld. Nú höfum við séð allt. Lengi lifi móðirin sem fæddi Sergi Roberto,“ skrifaði Alfredo Martinez.

Hér fyrir neðan má einnig finna fleiri myndbönd úr blaðamannaboxinu.


Tengdar fréttir

Sturlaðar staðreyndir um sigur Barcelona í gær

Barcelona er komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að eitt besta lið heims fari áfram en hvernig Börsungar fóru að því verður hér eftir hluti af knattspyrnusögunni.

Shakira missti sig í stúkunni á Nou Camp | Myndband

Kólumbíska söngkonan Shakira var í hópi fjölmarga stuðningsmanna Barcelona sem gersamlega misstu sig í leikslok eftir að Börsungar höfðu gert hið ómögulega í gærkvöldi, komið til baka og slegið út Paris Saint Germain.

Lagerbäck sorgmæddur út af leikaraskap Suarez

Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, varð sorgmæddur er Luis Suarez, framherji Barcelona, fiskaði vítaspyrnu í hinum ótrúlega leik Barcelona og PSG í gær.

Velkomnir í endurkomuklúbbinn

Barcelona framkvæmdi íþróttakraftaverk númer tvö á á árinu í gær og það var vel við hæfi að hitt kraftaverkaliðið skildi óska Barcelona til hamingju í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×