Íslenski boltinn

Svona var ársþing KSÍ

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Útsýnið frá Höllinni yfir Vestmannaeyjabæ í morgun.
Útsýnið frá Höllinni yfir Vestmannaeyjabæ í morgun. Vísir/E. Stefán
Ársþingi KSÍ í Vestmannaeyjum er lokið.

Guðni Bergsson var kjörinn formaður KSÍ til næstu tveggja ára. Hann tekur við starfinu af Geir Þorsteinssyni sem var formaður í 10 ár.

Guðni hafði betur í baráttu við Björn Einarsson. Guðni fékk 83 atkvæði en Björn 66 atkvæði.

Einnig var kosið um fjögur sæti í aðalstjórn KSÍ til næstu tveggja ára.

Borghildur Sigurðardóttir, Magnús Gylfason, Guðrún Inga Sívertsen og Vignir Már Þormóðsson koma öll inn í aðalstjórnina.

Vísir var með beina textalýsingu frá ársþinginu en hana má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×