Viðskipti erlent

Svona þögguðu ísbirnirnir niður í Guðna orkumálastjóra

Kristján Már Unnarsson skrifar
Greenpeace-samtökin í Noregi tóku myndband af mótmælaaðgerð sinni þegar meðlimir samtakanna, klæddir ísbjarnarbúningi, stormuðu inn á olíuráðstefnu í Osló í gær.

Grænfriðungar komu þar í veg fyrir að Guðni Jóhannesson, orkumálastjóri Íslands, gæti hafið ræðu sína um Drekasvæðið.

Guðni sést vel á myndbandinu þar sem hann sjálfur tekur ljósmyndir af atburðinum en þær myndir sjást á heimasíðu Orkustofnunar. Einnig sést þegar lögreglan fjarlægir mótmælendur.

Sagt var frá málinu í fréttum Stöðvar 2 og talað við Guðna Jóhannesson orkumálastjóra.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×