MIĐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR NÝJAST 06:00

Ferđalöngum reglulega meinuđ för vestur

FRÉTTIR

Svona samning átti De Gea ađ fá hjá Real Madrid

 
Enski boltinn
20:30 09. FEBRÚAR 2016
David de Gea.
David de Gea. VÍSIR/GETTY

Vefsíðan Football Leaks heldur áfram að gera knattspyrnufélögum lífið leitt en nú hefur samningurinn sem David de Gea átti að fá hjá Real Madrid lekið á netið.

Man. Utd og Real Madrid voru búin að ná samkomulagi um kaup Real á markverðinum síðasta sumar en pappírsvinnan var ekki kláruð í tíma. Hann er því enn í Manchester.

Samkvæmt gögnum Football Leaks þá ætlaði De Gea að skrifa undir sex ára samning við Real og átti hann að vera með 1,65 milljarða í árslaun. Einnig átti hann að fá 1,5 milljarða við undirskrift. Ekki ónýtur samningur það.

Hann skrifaði síðan undir nýjan samning við Man. Utd sem færir honum tæpar 37 milljónir króna í vikulaun. Það má víst lifa af því.

Hvorki Man. Utd né Real Madrid hefur viljað tjá sig um málið.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Svona samning átti De Gea ađ fá hjá Real Madrid
Fara efst