MÁNUDAGUR 25. JÚLÍ NÝJAST 17:30

Litli Sam ađstođar ţann stóra

SPORT

Svona samning átti De Gea ađ fá hjá Real Madrid

 
Enski boltinn
20:30 09. FEBRÚAR 2016
David de Gea.
David de Gea. VÍSIR/GETTY

Vefsíðan Football Leaks heldur áfram að gera knattspyrnufélögum lífið leitt en nú hefur samningurinn sem David de Gea átti að fá hjá Real Madrid lekið á netið.

Man. Utd og Real Madrid voru búin að ná samkomulagi um kaup Real á markverðinum síðasta sumar en pappírsvinnan var ekki kláruð í tíma. Hann er því enn í Manchester.

Samkvæmt gögnum Football Leaks þá ætlaði De Gea að skrifa undir sex ára samning við Real og átti hann að vera með 1,65 milljarða í árslaun. Einnig átti hann að fá 1,5 milljarða við undirskrift. Ekki ónýtur samningur það.

Hann skrifaði síðan undir nýjan samning við Man. Utd sem færir honum tæpar 37 milljónir króna í vikulaun. Það má víst lifa af því.

Hvorki Man. Utd né Real Madrid hefur viljað tjá sig um málið.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Svona samning átti De Gea ađ fá hjá Real Madrid
Fara efst