Enski boltinn

Svona mun Stóri Sam láta enska landsliðið spila

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sam Allardyce bjargaði Sunderland frá falli á síðasta tímabili.
Sam Allardyce bjargaði Sunderland frá falli á síðasta tímabili. vísir/getty
Flest bendir til þess að Sam Allardyce verði næsti þjálfari enska landsliðsins.



En hvernig mun þessi reyndi þjálfari láta enska liðið spila? JJ Bull, blaðamaður The Telegraph, fer yfir það í skemmtilegri grein sem birtist í dag.

Allardyce hefur í gegnum tíðina verið gagnrýndur fyrir að láta liðin sín spila ofur skilvirkan og leiðinlegan fótbolta.

Bull segir að þótt Allardyce virki stundum gamaldags sé hann í raun mjög framsýnn. Hann hafi t.a.m. verið einn af þeim fyrstu til að notast við Prozone leikgreiningarhugbúnaðinn.

Harry Kane mun væntanlega ekki taka hornspyrnur enska landsliðsins hjá Sam Allardyce.vísir/getty
En það sem mestu skiptir er að Allardyce spilar leikmönnum í sínum réttu stöðum og finnur þeim hlutverk við hæfi. Öfugt við það sem sem flestir landsliðsþjálfarar Englands hafa gert í gegnum tíðina segir Bull.

Hann telur að leikkerfið 3-5-2 henti enska landsliðinu, og þeim leikmönnum sem Allardyce hefur úr að velja, best.

Sjá einnig: Gagnrýndi Stóra Sam fyrir fornaldarfótbolta en segir hann nú rétta manninn fyrir England

Bull segir að lykilinn að góðum árangri á stórmótum sé að vera með gott skipulag og passa á að fá ekki á sig mörk eins og Portúgal sýndi á EM í Frakklandi. Hann telur að Allardyce sé rétti maðurinn til að búa til harðgert enskt lið sem spilar á sínum styrkleikum.

Í greininni fer Bull einnig yfir hvernig enska landsliðið geti beitt löngum sendingum með góðum árangri og hvernig Allardyce muni skipuleggja föst leikatriði.

Grein JJ Bull á The Telegraph má lesa með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×