Lífið

Svona lítur Potter fjölskyldan út í dag

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Svona lítur Potter fjölskyldan út í dag. Frá vinstri; Harry, Albus og Ginny.
Svona lítur Potter fjölskyldan út í dag. Frá vinstri; Harry, Albus og Ginny. Vísir/Pottermore
Ævintýrum Harry Potter virðist ekki alveg lokið enn þá. Um 9 ár eru nú liðin frá því að bókaröðin um galdradrenginn lauk en nú geta aðdáendur loksins fengið að vita hvernig líf galdramannsins Harry Potter er.

Eins og margir muna úr síðustu bókinni og myndinni kom fram að Harry giftist Ginny Weasley og saman eignuðust þau synina James Sirius Potter og Albus Severus Potter. J.K. Rowling hefur aldrei gefið út bók um hinn fullorðna Harry og fjölskyldu hans en nú er hún búin að skrifa leikritið Harry Potter and the Cursed Child sem frumsýnt verður á næstunni í Palace leikhúsinu í London.

Í hvaða deild ætli sonur hjónanna Harry og Ginny Potter lendi í Hogwarts?
Handritabók kemur út í júní

Ráðið hefur verið í öll helstu hlutverk og í dag voru birtar ljósmyndir af leikurunum sem fara með þrjú helstu hlutverkin. Leikarinn James Parker fer með hlutverk Harry, Poppy Miller leikur Ginny og hinn ungi Sam Clemmet leikur soninn Albus Severus.

Ekki er mikið vitað um söguþráð leikritsins nema það að fjallað er um fyrstu skóladaga Albus sem neyðist til þess að ganga í gömlu lufsunum af eldri bróður sínum þannig að það má geta sér til um að efnahagur Harry Potters sé ekki mjög glæsilegur.

Bók sem inniheldur handrit leikritsins verður gefið út í byrjun júní. Svo er bara að bíða og sjá hvort sagan nái svo á hvíta tjaldið.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×