Handbolti

Svona líta styrkleikaflokkarnir á HM 2017 út | Möguleiki á Íslendingariðli

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ísland vann Portúgal í tveimur umspilsleikjum um sæti á HM 2017.
Ísland vann Portúgal í tveimur umspilsleikjum um sæti á HM 2017. vísir/stefán
Það kemur í ljós á morgun hverjir verða andstæðingar Íslands á HM 2017 í handbolta.

Liðin 24 sem unnu sér þátttökurétt á HM í Frakklandi verða dregin í riðla á hádegi á morgun en drátturinn fer fram á Hotel de Ville í París.

Ísland er í 4. styrkleikaflokki ásamt Ungverjalandi, Brasilíu og Egyptalandi.

Evrópumeistarar Þjóðverja, sem Dagur Sigurðsson þjálfar, eru í 1. styrkleikaflokki ásamt Frakklandi, Katar og Spáni. Frakkar fá að velja sér riðil sem ríkjandi heimsmeistarar.

Íslenska liðið gæti lent í sannkölluðum Íslendingariðli, með Þýskalandi og Danmörku, sem Guðmundur Guðmundsson stýrir.

Þá vilja eflaust öll lið sleppa við Noreg úr sjötta styrkleikaflokki en Norðmenn fengu óvænt boð á HM, svokallað „wildcard“ sæti.

Svona líta styrkleikaflokkarnir sex út:

1. flokkur:

Frakkland, Þýskaland, Katar, Spánn

2. flokkur:

Króatía, Slóvenía, Danmörk, Pólland

3. flokkur:

Svíþjóð, Rússland, Makedónía, Hvíta-Rússland

4. flokkur:

Ungverjaland, Ísland, Brasilía, Egyptaland

5. flokkur:

Túnis, Síle, Barein, Japan

6. flokkur:

Argentína, Angóla, Sádí-Arabía, Noregur


Tengdar fréttir

Geir: Vorum sterkari andlega á lokakaflanum

Geir Sveinsson var að vonum sáttur eftir að íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggði sér sæti á HM í Frakklandi 2017 í kvöld, þrátt fyrir eins marks tap, 21-20, fyrir Portúgal á útivelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×