Fótbolti

Svona eru nöfn íslensku stelpnanna á kínversku | Mynd

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/KSÍ/Hilmar Þór
Íslenska kvennalandsliðið mætir Kína í vináttulandsleik á eftir en leikurinn fer fram Chongqing í Kína.  

Íslensku stelpurnar flugu til Kína til þess að taka þátt í Sincere Cup sem er fjögurra þjóða æfingamót. Leikið er á Yongchuan Sport Center leikvanginum sem tekur um 25 þúsund manns í sæti.

Hilmar Þór Guðmundsson, fjölmiðafulltrúi íslenska liðsins, sendi frá sér mynd af leikskýrslu leiksins á móti Kína.

Þar sjást byrjunarliðsmenn og varamenn íslenska liðsins. Nöfn þeirra eru einnig skrifuð á kínversku sem er fróðleg lesning fyrir okkur Íslendinga.

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, valdi byrjunarlið Íslands í leiknum í gær og það er hægt að sjá það hér fyrir neðan.

Byrjunarlið Íslands:

Guðbjörg Gunnarsdóttir

Glódís Perla Viggósdóttir - Sif Atladóttir - Anna Björk Kristjánsdóttir

Hallbera Guðný Gísladóttir - Dagný Brynjarsdóttir - Sara Björk Gunnarsdóttir - Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - Dóra María Lárusdóttir

Fanndís Friðriksdóttir - Berglind Björg Þorvaldsdóttir.

Það er hægt að sjá myndina af leikskýrslunni hér fyrir neðan.

Mynd/KSÍ/Hilmar Þór



Fleiri fréttir

Sjá meira


×