Lífið

Svona er sviðið sem María syngur á í Vín

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
ORF / Milenko Badzic
Nú er rétt um mánuður þar til nýr sigurvegari Eurovison verður krýndur á stóra sviðinu í Wiener Stadthalle í Vínarborg en sviðið er tilbúið. Á vefsíðu Eurovision hafa myndir af sviðinu verið birtar en vinnu við það lauk í vikunni.

Fyrsta undanúrslitakvöld keppninnar fer fram 19. maí næstkomandi en úrslitakvöldið sjálft er 23. maí. María Ólafs stígur á svið á seinna undanúrslitakvöldinu, þann 21. maí þar sem hún flytur framlag Íslands í keppninni, lagið Unbroken.

Einnig er búið að merkja höllina að utan.

ORF / Milenko Badzic
ORF / Milenko Badzic

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×