Lífið

Svona búa leiðtogarnir - Myndir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alvorada höllin í Brasilíu  þar sem forseti Brasilíu hefur búið í síðan 1965. Alfredo Ceschiatti  hannaði höllina.
Alvorada höllin í Brasilíu þar sem forseti Brasilíu hefur búið í síðan 1965. Alfredo Ceschiatti hannaði höllina.
Leiðtogar ríkja heimsins búa margir hverjir í höllum eða gríðarlega flottum húsum. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á t.d. heima á Bessastöðum og Barack Obama, Bandaríkjaforseti býr í Hvíta-húsinu.

Á vefsíðu Business Insider er búið að fara í gegnum það hvar helstu leiðtogar heimsins eiga heima, og það er í flestum tilfellum ekkert slor. 

Champs-Élysées í París
Élysée höllin í París er heimili forseta Frakklands og hefur verið það síðan 1840. François Hollande, Frakklandsforseti, hefur búið þar síðan 2012. Höllin var byggð árið 1722.
Imperial-höllin í Tókýó
Höllin er í miðri Tókýó umkrýnd steinsteyptum vegg. Akihito, keisari Japans, og fjölskylda hans býr þar.
Hvíta-Húsið í Washington
Líklega frægasta leiðtoghúsið í heiminum. Þarna býr Barack Obama, Bandríkjaforseti, ásamt fjölskyldu sinni.
Chitralada höllin í Bangkok
Kóngurinn í Tælandi, Bhumibol Adulyadej, býr í höllinni ásamt fjölskyldunni sinni.
Forsetahöllin í Hanoi, Víetnam
Byggð árið 1906.
Breska konungshöllin, London
Elísabet Bretlandsdrottning býr þarna ásamt konungsfjölskyldunni. Höllin heitir Buckingham og er í London. Konungsfjölskyldan hefur búið þarna síðan 1837. Í henni eru 775 herbergi, 188 herbergi fyrir starfsfólk, 98 skrifstofur og 78 salerni.
Bellevue höllin, Berlín
Forseti Þýskalands hefur búið þarna síðan 1994 og þar býr Joachim Gauck forseti Þýskalands í dag. Höllin var byggð árið 1785 og var um tíma skóli og síðan safn.
Quirinal höllin í Róm
Eitt af þremur heimilum forseta Ítalíu. Höllin er tuttugu sinnum stærri en Hvíta-Húsið. Þrjátíu páfar, fjórir kóngar og tólf forsetar hafa búið þarna. Í dag býr Sergio Mattarella, forseti Ítalíu þarna. Í höllinni eru 1200 herbergi og var hún byggð á 16. öldinni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×