Lífið

Svölu spáð sigri af erlendum Eurovision-fræðingum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Svala keppir á laugardagskvöldið.
Svala keppir á laugardagskvöldið.
Vefsíðan Wiwi Bloggs spáir Svölu Björgvinsdóttur í lokakeppnina í Eurovision en keppnin fer fram í Kænugarði í maí. Wiwi Bloggs er vefsíða sem Eurovision-aðdáendur líta mikið til. 

Svala stígur á svið á öðru undanúrslitakvöldinu um næstu helgi og tekur lagið Paper. Síðan leitaði til fjölda sérfræðinga og var Svala með hæstu meðaleinkunnina, eða 7,89 af 10 mögulegum.

Í öðru sæti er Erna Mist Pétursdóttir, með lagið I’ll be gone, en hún féll úr keppni á fyrra undanúrslitakvöldinu í Háskólabíói á laugardagskvöldið. Sérfræðingarnir eru mjög hrifnir af hennar lagi.

Listamennirnir sem komust áfram um helgina voru þau Rúnar Eff, Aron Hannes og Arnar Jónsson og Rakel Pálsdóttir.  

Wiwi Bloggs spáði Arnari og Rakel í níunda sæti með 5,86 í meðaleinkunn og Aroni í þriðja sæti með 6,47 í meðaleinkunn. Rúnari Eff var spáð fimmta sætinu.

Daði Freyr Pétursson fær verstu einkunnina, eða 3,17 en hann er með lagið Is this Love.

Hér má sjá ítarlega greiningu á öllum lögunum en hér að neðan má sjá gangrýnendur Wiwi Bloggs fara yfir öll íslensku lögin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×