Innlent

Svo fullur að hann gat ekki sagt til nafns eða dvalarstaðar

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Óvenju mikið var um líkamsárásarmál hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt.
Óvenju mikið var um líkamsárásarmál hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Vísir/KTD
Lögregla þurfti að hafa óvenju mikil afskipti af mönnum í gærdag og nótt vegna líkamsárása. Þannig var maður handtekinn á heimili í Austurbænum á sjötta tímanum síðdegis í gær grunaður um líkamsárás, annar um klukkan tvö í nótt, sá þriðji handtekinn á heimili í Breiðholti grunaður um það sama klukkan hálfþrjú í nótt og sá fjórði handtekinn í Austurstræti vegna gruns um líkamsárás klukkustund síðar. Lögreglumenn í eftirlitsferð sáu þann síðastnefnda ráðast á manneskju og sparka síðan í höfuð hennar þar sem hún lá í götunni. Manneskjan sem varð fyrir árásinni fékk aðhlynningu sjúkrabíl en var send heim með leigubíl að skoðun lokinni.

Allir fyrrnefndir menn voru handteknir og vistaðir í fangageymslu fyrir rannsókn mála þeirra.

Þá hafði lögregla afskipti af ferðamanna í Bankastræti um fjögurleytið í nótt sem var svo ofurölvi að hann gat ekki gert grein fyrir sér. Lögregla fann engar upplýsingar á honum um hvar hann dvelur hér á landi. Hann var því vistaður í fangageymslu þangað til rennur af honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×