Erlent

Svíþjóð: Sýndu beint frá hópnauðgun á Facebook

atli ísleifsson skrifar
Hinir grunuðu eru fæddir árið 1992, 1996 og 1998.
Hinir grunuðu eru fæddir árið 1992, 1996 og 1998. Vísir/Getty
Lögregla í Svíþjóð hefur handtekið þrjá menn sem grunaðir eru um aðild að hópnauðgun sem var sýnd í beinni útsendingu í lokuðum hóp á Facebook.

Árásin átti sér stað að morgni síðasta sunnudags í íbúð í Uppsölum, norður af höfuðborginni Stokkhólmi.

Aftonbladet greinir frá því að lögregla biðli nú til þeirra sem búi yfir upptöku af árásinni að dreifa henni ekki. „Geri menn það eru þeir sjálfir að brjóta lög,“ segir lögreglukonan Lisa Sannervik.

Lögreglu barst fjöldi tilkynninga á sunnudagsmorgninum um að verið væri að sýna beint frá hópnauðgun á Facebook. Um er að ræða fleiri en eina útsendingu þar sem sjá mátti þrjá menn ráðast á konuna, skipa henni að segja að henni hefði ekki verið nauðgað, en einnig þegar lögregla kom inn í íbúðina þar sem árásin átti sér stað og slökkti á upptökunni.

Hinir grunuðu eru fæddir árið 1992, 1996 og 1998, en fórnarlamb árásarinnar árið 1986. Talið er að um tvö hundruð manns hafi fylgst með árásinni á netinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×