Körfubolti

Sviptu hulunni af 500 kílóa styttu til heiðurs Shaq | Myndband

Shaq lét menn yfirleitt finna fyrir því undir körfunni.
Shaq lét menn yfirleitt finna fyrir því undir körfunni. Vísir/Getty
Shaquille O’Neal var heiðraður fyrir leik Los Angeles Lakers gegn Minnesota Timberwolves í nótt þegar félagið sviptu hulunni af rúmlega 500 kílóa bronsstyttu af honum til minningar um feril hans hjá félaginu.

O’Neal sem varð fjórum sinnum NBA-meistari er talinn meðal bestu miðherja allra tíma í NBA-deildinni en með hann innanborðs urðu Lakers meistarar þrjú ár í röð á árunum 2000 til 2002.

Var hann þrisvar valinn verðmætasti leikmaður(e. most valueable player) úrslitakeppninnar og einu sinni valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar en Lakers sendi treyju hans í rjáfur Staples Center á síðasta ári.

Er hann áttundi maðurinn sem fær styttu af sér fyrir utan þessa frægu höll en fjölmargar goðsagnir í körfuboltanum voru mættar til að taka þátt í athöfninni í gær.

Hér fyrir neðan má sjá frá því þegar hulunni var svipt af styttunni ásamt myndbandi af allri athöfninni ásamt ræðuhöldum þar sem Shaq þakkaði fyrir sig með ræðu.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×