Innlent

Svindluðu á jólaprófunum í Verzló

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ekki liggur fyrir hvernig nemendunum verður refsað.
Ekki liggur fyrir hvernig nemendunum verður refsað. Vísir/Getty
Komið hefur í ljós að nokkrir nemendur í Verzlunarskóla Íslands svindluðu á jólaprófum í skólanum en þeim lauk þann 14. desember síðastliðinn.

Nemendurnir komust yfir lykilorð svo þeir gátu komist inn í tölvukerfi skólans en málið komst upp þegar kennarar voru að fara yfir próf nú í desember.

„Þá fórum við að rannsaka málið og þá komumst við að ýmsu,“ segir Ingi Ólafsson, skólastjóri, í samtali við mbl.is. Hann segir svona aldrei hafa gerst áður í Verzlunarskólanum en ekki liggur fyrir hvernig nemendurnir komust yfir lykilorðin.

Ingi segir að nemendunum sem brutu af sér verði refsað en ekki sé víst hvernig. Refsingin geti verið allt frá því að próf séu ógild yfir í það að vísa nemendunum úr skóla.

Ekki náðist í Inga Ólafsson við vinnslu fréttarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×