Lífið

Svíinn í leðurbuxunum: „Ónáttúrulegt að tveir menn vilji sofa saman“

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Måns Zelmerlöw á sviðinu í gærkvöldi.
Måns Zelmerlöw á sviðinu í gærkvöldi. vísir/getty
Svíinn Måns Zelmerlöw flaug áfram í úrslit Eurovision í gærkvöldi og tókst í leiðinni að heilla hluta kvenþjóðar landsins. Mörgum hefur þótt undarlegt að hann hafi verið valinn til verksins en hann hefur í gegnum tíðina látið ummæli falla sem þykja ekki mjög hlý í garð samkynhneigðra. Frá þessu er sagt á vef The Independent.

Sjá einnig: Sænski flytjandinn bræddi íslensku kvenþjóðina

Í matreiðsluþætti í heimalandinu sagði hann að „það væri ekki náttúrulegt fyrir tvo karlmenn að vilja sofa hjá hvor öðrum“ og bætti við að samkynhneigð væri afbrigðileg. Síðan þá hefur hann beðist afsökunar á ummælunum.

„Ég bið alla þá sem ég særði afsökunnar. Ég trúi og vona að allir viti að ég virði rétt allra til að elska hvern sem það vill,“ segir Zelmerlöw. Söngvarinn mun stíga tíundi á svið á laugardaginn og eru margir sem spá honum sigri í keppninni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×