Innlent

Svifið yfir fallegan Hafnarfjörð

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Hér má sjá hafnarumhverfið þar sem þyrlan fjarstýrða sveimar yfir hafið.
Hér má sjá hafnarumhverfið þar sem þyrlan fjarstýrða sveimar yfir hafið. Vísir/Skjáskot
Nýtt myndband OZZO Photography sýnir Hafnarfjarðarbæ í öðruvísi og fallegu ljósi.

OZZO notast við GoPro myndavél, sem fest hefur verið við litla fjarstýrða svifþyrlu. Svo er þyrlunni stýrt yfir bæinn, og hann fangaður í fallegri háskerpu.

Undir hljómar lag með Brimkló þar sem sungið er um Hafnarfjörð. Texti lagsins er eftir Jónas F. Guðnason.

OZZO Photography er ljósmyndunarfyrirtæki í eigu Óla Hauks Mýrdal, en það var stofnað 2007 og hefur tekið fyrir sig ýmis verkefni.

Hér fyrir neðan má horfa á myndbandið:

Hafnarfjörður - Fagur bær from O Z Z O Photography on Vimeo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×