Lífið

Sviðið hentar íslenska hópnum vel

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Helgi Jóhannesson upptökustjóri RÚV segir sviðið í Stadthalle lítið en henta íslenska hópnum vel.
Helgi Jóhannesson upptökustjóri RÚV segir sviðið í Stadthalle lítið en henta íslenska hópnum vel.
Mikil vinna hefur verið lögð í stóra sviðið í Vín í Austurríki. Það er hannað af Þjóðverjanum Florian Wieder sem jafnframt hannaði sviðsmyndina í Düsseldorf árið 2011 og Baku árið 2012. Hann kallar sviðið „brúnna á milli fortíðar, nútíðar og framtíðar".

Sviðið er hvorki meira né minna en 44 metra breitt, 14 metra hátt og 22 metra djúpt. Þá er það skreytt tæplega 1.300 ljósaperum.

Helgi Jóhannessón, upptökustjóri RÚV, fór yfir sviðið í Stadthalle í Vínarborg í samtali við Vodafone í dag. Hann segir sviðið lítið en henta íslenska hópnum afar vel. Það taki ekki nema um fjörutíu sekúndur fyrir íslenska hópinn að koma sér fyrir. Þó séu aðrir hópar sem taki sér lengri tíma í uppsetninguna, eins og til dæmis Finnarnir. Lagið þeirra var 87 sekúndur en það tók þá 90 sekúndur að koma sér fyrir.

Viðtalið við Helga má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

„Gífurlegur spenningur hjá öllum“

María Ólafsdóttir stígur á svið fyrir Íslands hönd í Eurovision í Vín í kvöld. Stífar æfingar munu því standa yfir fram að stóru stundinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×