Erlent

Svíar vilja fjarlægja „kynþætti“ úr lögum

Atli Ísleifsson skrifar
Ráðherrann sænski segir hugtakið hafa neikvæða merkingu sem stuðli að auknum fordómum.
Ráðherrann sænski segir hugtakið hafa neikvæða merkingu sem stuðli að auknum fordómum. Vísir/Getty
Ráðherra innflytjendamála í Svíþjóð hefur tilkynnt um áætlun sem miðar að því að fjarlægja orðið „kynþáttur“ úr sænskum lögum. Um sé að ræða félagslega hugsmíð sem ekki eigi að hvetja til í lögum.

„Við vitum að ólíkir kynþættir eru í raun og veru ekki til“, segir Erik Ullenhag, ráðherra innflytjendamála í samtali við sænska ríkisútvarpið. „Við vitum líka að grunnurinn að rasisma snýr að því að fólk telur ólíka kynþætti vera til, og að sú staðreynd að tilheyra ákveðnum kynþætti fái fólk til að haga sér á ákveðinn hátt, og að ákveðnir kynþættir séu öðrum fremri.“

Ráðherrann segir hugtakið hafa neikvæða merkingu sem stuðli að auknum fordómum. Því skuli það burt úr sænskum lagatextum.

Félag Svía af afrískum uppruna gagnrýna þó tillöguna og segja hugtakið mikilvægt til að lýsa mismunun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×