Handbolti

Svíar rétt mörðu Slóvena eftir skelfilegan síðari hálfleik

Stefán Árni Pálsson skrifar
Niclas Ekberg var með fjögur mörk í kvöld.
Niclas Ekberg var með fjögur mörk í kvöld. vísir/getty
Svíar unnu góðan sigur, 23-21, á Slóvenum á Evrópumótinu í handknattleik sem fram fer í Póllandi um þessar mundir.

Svíar byrjuðu leikinn virkilega vel og náði góðum tökum á leiknum en staðan var 16-9 í hálfleik. Í síðari hálfleiknum kom allt annað slóvenskt lið til leiks og Svíar voru einnig í stökustu vandræðum.

Gott forskot sænska liðsins í hálfleik tryggði þeim að lokum nauman sigur, 23-21, en tæpara mátti það ekki standa.

Svíar skoruðu aðeins sjö mörk í síðari hálfleiknum.  Niclas Ekberg gerði fjögur mörk fyrir Svía í kvöld en Matej Gaber var með fimm fyrir Slóvena.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×