LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ NÝJAST 18:45

„Hvađ varđ um loforđiđ eftir ađ Borgunarhneyksliđ kom upp?"

VIĐSKIPTI

Svíar rétt mörđu Slóvena eftir skelfilegan síđari hálfleik

 
Handbolti
21:38 16. JANÚAR 2016
Niclas Ekberg var međ fjögur mörk í kvöld.
Niclas Ekberg var međ fjögur mörk í kvöld. VÍSIR/GETTY

Svíar unnu góðan sigur, 23-21, á Slóvenum á Evrópumótinu í handknattleik sem fram fer í Póllandi um þessar mundir.

Svíar byrjuðu leikinn virkilega vel og náði góðum tökum á leiknum en staðan var 16-9 í hálfleik. Í síðari hálfleiknum kom allt annað slóvenskt lið til leiks og Svíar voru einnig í stökustu vandræðum.

Gott forskot sænska liðsins í hálfleik tryggði þeim að lokum nauman sigur, 23-21, en tæpara mátti það ekki standa.

Svíar skoruðu aðeins sjö mörk í síðari hálfleiknum. Niclas Ekberg gerði fjögur mörk fyrir Svía í kvöld en Matej Gaber var með fimm fyrir Slóvena.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Svíar rétt mörđu Slóvena eftir skelfilegan síđari hálfleik
Fara efst