Fótbolti

Sverrir Ingi spilaði í mikilvægum sigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sverrir Ingi var fyrirliði U21-árs landsliðsins, en leikur nú með Lokeren.
Sverrir Ingi var fyrirliði U21-árs landsliðsins, en leikur nú með Lokeren. vísir/getty

Sverrir Ingi Ingason var í byrjunarliði Lokeren sem vann mikilvægan 2-1 sigur á Sporting Charleroi í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, en Sverrir Ingi spilaði allan leikinn.

Evariste Ngolok kom Lokeren yfir á 34. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Marko Miric kom svo Lokeren í 2-0 á 69. mínútu og staðan orðin vænleg fyrir gestina frá Lokeren.

Dieumerci Ndongala minnkaði muninn tíu mínútum fyrir leikslok, en nær komust leikmenn Sporting ekki og mikilvægur sigur Lokeren staðreynd.

Lokeren byrjaði tímabilið afleitlega, en hefur verið að rétta úr kútnum. Þeir eru nú í tólfta sæti með 20 stig, en þeir hafa ekki tapað síðustu þremur leikjum; unnið tvo og gert eitt jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×