Innlent

Sveinn Andri mátti ekki gefa föngum á Litla-hrauni konfekt

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Sveinn Andri þurfti að skilja konfektið eftir hjá fangavörðum.
Sveinn Andri þurfti að skilja konfektið eftir hjá fangavörðum.
Sveinn Andri Sveinsson mátti ekki gefa föngum á Litla-hrauni konfekt þegar hann fór þangað í dag. „Ég ætlaði að gefa nokkrum fastakúnnum Quality Street sælgæti, til þess að njóta yfir jólin en það mátti ekki. Mér finnst þetta nú ekkert sérstaklega jólaleg framkoma,“ segir hann.

Sveinn Andri ákvað að fara í heimsókn á hraunið með glaðning því hann átti leið hjá. „Ég hef stundum gert þetta.“ Hann segir þetta í fyrsta sinn sem hann fær ekki að fara með glaðning til skjólstæðinga sinna:

„Ég hef oft kippt einhverju með fyrir þá. Hvort sem það er nammi eða sígarettur. Það hefur aldrei komið fyrir áður að ég megi ekki afhenda þeim gjafir. En nú var breyting á, ég var beðinn um að skilja þetta eftir,“ segir lögmaðurinn ósáttur.

Ekki náðist í Margréti Frímannsdóttur fangelsisstjóra. En á skrifstofu Litla-hrauns fengust þær upplýsingar að ekki mætti færa reglum neitt matarkyns eða hluti sem bera þarf á sig, eins og sjampó eða krem. Ekki var hægt að fá þau svör hversu gömul sú regla er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×