Innlent

Sveinn Andri krefur DV um tíu milljónir króna

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Sveinn Andri Sveinsson.
Sveinn Andri Sveinsson. vísir/gva
Sveinn Andri Sveinsson lögmaður hefur stefnt ritstjóra DV og blaðamanni á DV vegna umfjöllunar um meint ástarsamband hans og sextán ára stúlku. Sveinn segir umfjöllunina brot á friðhelgi einkalífsins.

Sveinn Andri krefst tíu milljóna króna frá Reyni Traustasyni, ritstjóra DV, og Viktoríu Hermannsdóttur, blaðamanni á DV, vegna umfjöllunarinnar. Umrædd umfjöllun birtist í helgarblaði DV í ágúst síðastliðnum þar sem rætt var við stúlkuna, sem í dag er nítján ára gömul. Sagði hún Svein Andra föður eins og hálfs árs gamals sonar hennar og birti meðal annars tölvupóstssamskipti sem á milli þeirra fóru. Þá greindi hún frá því að Sveinn Andri hefði ekki viljað taka þátt í lífi barnsins og óskað eftir því að hún færi í fóstureyðingu.

„Ég hef svarað honum og við höfnum þessu alfarið. Við ætlum ekki að biðja hann afsökunar. En honum er velkomið að útskýra fyrir þjóðinni hvernig það gerist að maður á þessum aldri, líklega fimmtugur, er í sambandi við jafn ómótaðan einstakling og sextán ára stúlka hlýtur að vera,“ segir Reynir Traustason, ritstjóri DV.

Sveinn Andri vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×