Innlent

Sveinbjörg Birna spyr hverra hagsmuni sé verið að verja með skoðun bíla

Atli Ísleifsson skrifar
Sveinbjörg Birna vill fá umræður og athugasemdir um málefnið.
Sveinbjörg Birna vill fá umræður og athugasemdir um málefnið. Vísir/Valli/Vilhelm
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, spyr í færslu á Facebook-síðu sinni um hagsmuni hverra sé „verið að vernda með því að skylda bílaeigendur til að láta skoða bílinn“. Segist Sveinbjörg Birna vilja í umræður og fá athugasemdir um málefnið.

Í reglugerð um skoðun ökutækja segir að markmið reglanna sé ætlað að stuðla að auknu umferðaröryggi með því að tryggja að ökutæki sé í lögmæltu ástandi til þess að hætta af notkun þess verði sem minnst.

Sveinbjörg Birna segir í færslunni að ef hún eigi hús, þá sé hún ekki skyldug til að láta skoða það, þó það geti verið hættulegt að mörgu leyti. Þannig geti rafmagns- og vatnslagnir hafa gefið sig með tilheyrandi hættu og tjóni.

Áfram heldur Sveinbjörg Birna: „Ég er ekki skyldug að fara í læknistékk reglulega, að viðurlögðum sektum, samt gæti eitthvað hættulegt verið að mér.“

Borgarfulltrúinn segir að í sínum huga séu bifreiðaskoðanir dulin skattheimta sem hafi verið einkavædd.

Mig langar í umræður og komment um eftirfarandi: "hagsmuni hverra er verið að vernda með því að skylda bílaeigendur til...

Posted by Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir on Wednesday, 6 May 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×