Innlent

Sveinbjörg Birna ósátt við fyrstu skóflustungu moskubyggingar

Jakob Bjarnar skrifar
Sveinbjörg Birna telur Dag hafa farið framúr sér þegar hann tók 1. skóflustunguna í Sogamýrinni.
Sveinbjörg Birna telur Dag hafa farið framúr sér þegar hann tók 1. skóflustunguna í Sogamýrinni.
„Ég hélt að það þyrfti að liggja fyrir byggingarleyfi áður en "fyrstu skóflustungur" væru teknar - en það er kannski bara misskilningur,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir.

Fréttablaðiðgreindi frá því í morgun að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafi þegar tekið fyrstu skóflustungu að mosku Félags múslima í Sogamýri. Þetta gerði hann við sólarupprás í gær.

Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknarmanna í borginni, þykir þetta skjóta skökku við og telur að þarna hafi borgarstjóri farið fram úr sér. Byggingarleyfið skortir. „Ég hélt að það þyrfti að liggja fyrir byggingarleyfi áður en "fyrstu skóflustungur" væru teknar - en það er kannski bara misskilningur,“ segir Sveinbjörg Birna á Facebooksíðu sinni. Og bætir við, í gamansömum tóni, að það sé ... „Best að googla það.“ Þá væntanlega með vísunar til tónlistarmyndbands sem Nútíminn lét klippa úr viðtali við hana á Ríkissjónvarpi og vakti lukku í vikunni.

Í blaðinu er rætt við Sverri Agnarsson, formann Félags múslima á Íslandi, og hann greinir frá því að samkvæmt arabískum hefðum verndar blóð úr úlföldum helga staði fyrir óvinveittum öflum.“ Og þeir í Félagi múslima hafi einmitt fórnað úlfalda til að geta framfylgt þeirri venju. Kjötið verður svo gefið út til samfélagsins og er það sjálfur Fiskikóngurinn, Kristján Grétarsson, sem tekur að sér verkun dýrsins.

Ég hélt að það þyrfti að liggja fyrir byggingarleyfi áður en "fyrstu skóflustungur" væru teknar - en það er kannski bara misskilningur. Best að googla það.

Posted by Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir on Wednesday, April 1, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×