Lífið

Svava hræðist ekki komu H&M: „Eigum eftir að fá fullt af peningum inn í landið“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Svava hefur verið í bransanum í mörg ár.
Svava hefur verið í bransanum í mörg ár.
Kaupsýslukonan Svava Johansen, oft kennd við Sautján, var gestur í síðasta þætti af Út um víðan völl með Loga Bergmann á Stöð 2.

Hún segir að koma H&M verði mikil samkeppni fyrir sumar sinna verslanna, til dæmis Sautján, en ekki aðrar.

„Við eigum eftir að fá fullt af peningum inn í landið. Það er annar hver maður beðin um að kaupa eitthvað úti í H&M erlendis og núna minnkar það og fólk fer að versla meira á Íslandi,“ segir Svava.

„Við höfum staðið af okkur ýmislegt og reynum að sinna eftirspurninni. Við höldum áfram og stillum okkur af. Við höfum verið að framleiða okkar merki undanfarin ár og þær eru mjög vinsælar.“

Costco segir hún að muni klárlega hafa áhrif á matvöruverslanir, til dæmis Bónus, Nettó og fleiri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×