Tíska og hönnun

Svartklæddur hippi

Tinna Rún er mikið fyrir svart og velur sér oftast föt sem eru þröng að neðan og víð að ofan.
Tinna Rún er mikið fyrir svart og velur sér oftast föt sem eru þröng að neðan og víð að ofan. Vísir/Valli
Tinna Rún Kristófersdóttir er 24 ára starfsmaður í Suzie Q og heldur úti tískublogginu Tinnarun.com.



„Ég geng mest í svörtu og það er alveg uppáhalds “liturinn” minn. Sumir vinir mínir ganga svo langt að kalla mig gothara. Upp á móti gothinu kemur samt óstjórnleg ást mín á öllu með kögri, ætli ég sé ekki bara svart klæddur hippi? Ég reyni þó að versla mér flíkur í lit einstöku sinnum, en þá eru það yfirleitt litir eins og armygrænn eða dökk blár. Ég vel oftast þröngt að neðan og vítt að ofan vegna þess mér finnst það henta mínu vaxtarlagi best. Það sumartrend sem ég gjörsamlega kolféll fyrir í ár eru sandalar í birckenstock-stílnum og luma ég á einu pari með þykkum botni. Þá hef ég notað óspart, bæði á táslunum eða í skemmtilegum sokkum undir.“

„Þetta fallega hálsmen er frá Hildi Yeoman. Ég ætlaði að gefa systur minni gamla iPhone-inn minn fyrir stuttu síðan, hún tók það víst ekki í mál að fá hann gefins og kom færandi hendi með þessa gersemi.“
„Þessi jakki er frá meistaranum Alexander Wang. Ég er svo ótrúlega hrifin af þessu sporty lúkki. Hann er léttur og þægilegur og passar við nánast hvað sem er. Systir mín fékk þennan frá herra Wang eftir myndatöku hjá honum og hugsaði strax til mín, hún er yndisleg.“
„Þessi eru frá New Balance og voru hvorki meira né minna en fjórða parið mitt frá þeim. Þessir eru samt klárlega fallegastir af þeim sem ég á, svart, leður og sjúklega þægilegir, ég bið ekki um meira.“
„Þennan keypti ég fyrir nokkrum árum í H&M. Í tvö ár hefur hann valdið mér hugarangri en ég hélt að ég hefði selt hann í Kolaportinu í fyrra. Nei, nei elsku kjóllinn birtist bara upp úr poka sem fannst uppi á háalofti. Ég var svo ótrúlega glöð að finna hann og er strax búin að ákveða hvenær ég ætla að klæðast honum.“
„Klárlega uppáhaldsflíkin mín! Ég og kærastinn minn vorum að rölta Laugaveginn rétt fyrir jólin 2012 þegar ég rakst á þennan í Rokki og rósum (RIP). Ég vissi bara að ég yrði að eignast hann. En ég átti ekki peninga til að kaupa hann og allar jólagjafirnar svo að hann varð eftir í búðinni. Á aðfangadag birtist hann svo upp úr pakka frá kæró. Hann þurfti reyndar að fara krókaleiðir með að versla hann þar sem systir mín hafði keypt hann fyrir sjálfa sig en var svo yndisleg að leyfa honum að kaupa hann af henni.“
„Þessar eru glænýjar í fataskápnum. Kærastinn minn kom með þessar heim úr vinnunni fyrr í vikunni. Þær eru frá Nudie og er nýtt snið frá þeim. Ég veit ekki hvort okkar sé ánægðara með þær, en kærastinn minn er algjör gallabuxnapervert og Nudie er eitt af hans uppáhaldsmerkjum. Þær eru samt klárlega strax komnar í uppáhald hjá mér líka.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×