Viðskipti erlent

Svarti markaðurinn tekur yfir biðraðir eftir iPhone 6

Samúel Karl Ólason skrifar
Þessi var ánægður með nýja símann sinn.
Þessi var ánægður með nýja símann sinn. Vísir/AFP
Myndband af biðröðum við Apple búðir í New York hefur vakið mikla athygli síðustu daga. Þar sést að fremstu aðilar í öllum röðunum virtust vera að kaupa síma til endursölu. Flestir þeirra keyptu sér tvo síma og borguðu fyrir þá með reiðufé. Eftir að búið var að kaupa símana, var einn aðili sem tók við þeim öllum og setti í poka.

Í frétt á vef Washington Post segir að iPhone 6 seljist á allt að tíföldu verði á svörtum mörkuðum í Kína. Ástæða þess að nýju símarnir eru ekki fáanlegir í Kína er að Apple hefur einungis orðið við tveimur af þremur kröfum stjórnvalda í Kína vegna sölu símanna. Einungis nokkrum dögum eftir að símarnir fóru í sölu í Bandaríkjunum voru þeir til sölu á götum Peking.

Einn blaðamaður Washington Post ræddi við götusala í Kína. Hann sagðist hafa séð fimmtán menn standa fyrir utan Apple-búðina í Peking í þeim tilgangi að selja iPhone 6. Hann segir verðið á snjallsímanum í Kína hafa verið rúmlega 2.400 dalir, eða um 290 þúsund krónur. Aftur á móti kostar síminn 299 dali, eða um 36 þúsund krónur í Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×